HÁkon chef x hótel holt

Gift cards

Offers

Chef Hákon 


Matreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson verður aftur með „pop-up“ matseðil á Hotel Holti í aðdraganda komandi jóla.


Í fyrra komu yfir 700 manns í „pop-up“ veislumáltíð á Holtið í matseðilinn hjá Hákoni. Núna í ár verða 9 kvöld í boði og hefst veislan 30 nóvember. Eftirfarandi dagsetningar verða í boði.


30 nóv, 1 des, 2 des. /// 7 des, 8 des, 9 des /// 14 des, 15 des, 16 des


Matseðillinn er 6 rétta og er hægt að njóta með vínpörun eða óáfengri drykkjarpörun.


„Mig langar að bjóða uppá fjölrétta hátíðarmatseðil með réttum sem ég hef búið til fyrir gesti að njóta í aðraganda jóla. Ég hef valið úrvalsgott hráefni. Svo er matreiðslan, brögðin og framsetningin trú mér og í mínum anda á þessum árstíma. Auk þess, þá er þetta hugsað sem kvöld fyrir matar og vín upplifun.“


Segir Hákon sem hefur í gegnum árin unnið til verðlauna fyrir hæfileika sína í eldhúsinu jafnt hér heima sem og erlendis. Þá er helst að nefna Bocuse d´Or bronsverðlaun á sínum tíma m.a.


Líkt og í fyrra verður Þorri Hringsson listmálari innan handar með vali á léttvínum til að para viðeigandi vín með öllum réttum matseðilsins. Þorri hefur áralangt fjallað um vín og er einn okkar fremsti vínsérfræðingur. Hann heldur úti vínsíðunni Víngarðurinn á Facebook.


Hótel Holt og Hákon bjóða ykkur aftur hjartanlega velkomin/n í veislumáltíð í glæsilegu veitingarými á Holtinu í desember.
HÖRPUSKEL

Fersk hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi „Crudo“ 

Epli, lime, Nordic wasabi, kryddjurtaolía, karsi, rjómiLAX / STYRJUKAVÍAR

Reykilmaður Lax úr landeldi. Styrjukavíar, laxahrogn, sítrónugras, engifer, avocadoGRJÓTKRABBI 

Grjótkrabba Tortellini, paprikumauk, Bouillabaisse frauðsósaBACALAO / FOIE GRAS

Léttsaltaður þorskhnakki og andalifur. Salsaverde, mangó gljái, sólblómafræ, 

seljurót og ferskar trufflurDÚFA / FOIE GRAS

Smjördeigsinnbökuð dúfubringa með andalifur og ferskum trufflum, madeira sósaSÚKKULAÐI / PERA

Omnom súkkulaðifrauð, kryddsoðin pera, chantilly rjómiMatseðill kr 19.900

Vínpörun kr. 19.900Allar frekari upplýsingar má nálgast í síma Hótel Holt 5525700


Eða senda tölvupóst til holt@holt.is og hakon.chef@gmail.com


Hópabókanir

Fyrir bókanir fyrir hópa stærri en 8 vinsamlega sendið fyrirspurn á hakon.chef@gmail.comBóka borð
Concept, marketing, design & programming by myhotelshop | Copyright © 2023