Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Gisting

Á Hótel Holti eru standard herbergin ekki þau stærstu í bænum en þú kemur ekki til Reykjavíkur til að hanga uppi á herbergi. Slappaðu af á barnum eða kíktu í mat á Gallery Restaurant. Ef þú vilt fá frið og slappa af í einrúmi, mælum við með að þú bókir Superior herbergi eða Svítu.  

Superior

Bóka herbergi

Koma

Brottför

Fullorðnir

Börn

Superior/Jr.Svítur eru 8 talsins. Þetta eru herbergi fyrir þá sem vilja aðeins meira pláss en venjuleg tveggja manna herbergi bjóða uppá. Sum þeirra innihalda svefnsófa fyrir einn og því er hægt að koma fyrir þremur gestum í þeim tilfellum:  

 • King size rúm (og í sumum tilfellum einstaklingssvefnsófar)
 • Baðherbergi með sturtu eða baði
 • Frítt þráðlaust internet
 • 32 tommu flatskjár með úrvali erlendra stöðva
 • Skrifborð með vinnulampa
 • Sími
 • Te og kaffiaðstöðu
 • Minibar
 • Öryggisskáp
 • Farangurshirslu
 • Stóran fataskáp
 • Baðslopp
 • Hárþurrku
 • Baðvörur: Sjampó, hárnæring, húðkrem og sápustykki frá Greenland húðsnyrtivörufyrirtækinu. Einnig er tannkremstúba á öllum herbergjum svo það er óþarfi að stela túbunni heima
 • Líkamsræktarherbergi er á hótelinu en allir gestir fá einnig ókeypis aðgang að World Class Laugum og Laugardalslaug
 • Hótelgestir fá 10% afslátt af mat á a la carte seðli Gallery Restaurant

Bónus fyrir þá sem bóka beint við hótelið:  

 • Þriggja daga passi á Listasöfn Reykjavíkur (Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn)
 • Concierge-þjónusta okkar í boði frá bókun fram að brottför

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En