Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Gisting

Á Hótel Holti eru standard herbergin ekki þau stærstu í bænum en þú kemur ekki til Reykjavíkur til að hanga uppi á herbergi. Slappaðu af á barnum eða kíktu í mat á Gallery Restaurant. Ef þú vilt fá frið og slappa af í einrúmi, mælum við með að þú bókir Superior herbergi eða Svítu.  

Þjónusta og aðstaða hótelsins

Bóka herbergi

Koma

Brottför

Fullorðnir

Börn

Hótel Holt er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel í hjarta borgarinnar með 41 herbergi og opið alla daga ársins. Fjórar tegundir af herbergjum eru á hótelinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Öll herbergin eru innréttuð í sígildum stíl með þægindi gesta í huga.

 • Móttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn.
 • Frí bílastæði á lóð hótelsins eru í boði fyrir alla hótel- og veitingagesti.
 • Þjónustufulltrúar í móttöku búa yfir mikilli þekkingu á því hvað er í boði fyrir gesti okkar í samgöngum, dagsferðum, veitingum og öðru sem gestir hafa spurningar um og bóka allt fyrir gesti okkar eftir þörfum þeirra.
 • Hægt er að ná sambandi við starfsmann allan sólarhringinn í gegnum Netspjall  hér á heimasíðunni.
 • Tvær tölvur með prentara eru í gestamóttöku til notkunar fyrir gesti hótelsins.
 • Herbergisþjónusta með mat er í boði frá kl. 10:00 - 22:00 alla daga vikunnar.
 • Morgunverðarhlaðborð er í boði alla daga frá kl. 7:00 - 10:00 í Þingholti (nema annað sé tekið fram).
 • Hótelgestir fá 10% afslátt af réttum á a la carte matseðli Gallery Restaurant.
 • Innskráning er frá kl. 15:00. Útskráning er til kl. 12:00.
 • Þráðlaust netsamband er í boði fyrir alla gesti á hótelinu, þeim að endurgjaldslausu.
 • Lítið líkamsræktarherbergi er í boði á hótelinu ásamt aðstöðu fyrir nuddþjónustu.
 • Allir gestir hótelsins hafa frían aðgang að World Class líkamsræktarstöðinni Laugum og Laugardalslaug.
 • Gestir geta fengið föt þvegin og fatahreinsun samdægurs gegn því að fötum sé skilað til móttöku fyrir kl. 10:00 að morgni.

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En