Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Starfsfólk

Bóka borð

GALLERY RESTAURANT

IngiEiríkur Ingi Friðgeirsson - Matreiðslumeistari og eigandi

Eiríkur Ingi hefur starfað á Hótel Holti frá árinu 1986, fyrst sem matreiðslumaður, næst yfirmatreiðslumaður, svo hótelstjóri og nú sem eigandi Gallery Restaurant. Eiríkur Ingi þekkir alla króka og kima í húsinu og er eins og alfræðiorðabók þegar kemur að sögu þess. Einnig er hann ómissandi í eldhúsinu þar sem hann stendur oft á stórum dögum við eldavélina eða í Viðeyjarstofu. Hann var í landsliði Íslands á árum áður og er nú einn af meðlimum Bocuse d´Or Akademíunnar sem skipuleggur þátttöku Íslands í þessari stóru matreiðslukeppni.

Hafðu beint samband við Eirík Inga - eingi@holt.is

FridgeirFriðgeir Ingi Eiríksson - Yfirmatreiðslumaður og eigandi

Friðgeir Ingi stjórnar eldhúsi Gallery Restaurant auk þess að vera eigandi ásamt föður sínum, Eiríki Inga. Hann lærði fagið í húsinu áður en hann flutti til Frakklands þar sem hann starfaði sem Chef de Cuisine á Michelin veitingarstað. Friðgeir Ingi snéri aftur til Íslands árið 2007 eftir að hafa keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or og tók við rekstri veitingarstaðarins með föður sínum.
Hér getur þú nálgast meiri upplýsingar um Friðgeir. 

Hafðu beint samband við Friðgeir Inga -fridgeir@holt.is

SaraSara Dögg Ólafsdóttir - Framkvæmdarstjóri

Sara Dögg sér um allar bókanir fyrir Gallery Restaurant og Viðeyjarstofu. Hún hefur starfað með okkur frá árinu 2008 og aðstoðar gesti við skipulagningu á ýmsum viðburðum, s.s. veislum, fundum, brúðkaupum og fleira. Sara Dögg sér einnig um öll starfsmanna- og markaðsmál veitingardeildar.

Hafðu beint samband við Söru Dögg - sara@holt.is

 

HÓTEL HOLT

IMG 9144 Mjuklysing 2

Sólborg Lilja Steinþórsdóttir – Hótelstjóri

Sólborg hefur starfað sem
hótelstjóri nær samfleytt í 30 ár bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.
Lengst starfaði Sólborg á Icelandair Hótel Reykjavík Natura sem áður var
Hótel Loftleiðir.

Áður en Sólborg hóf störf á Hótel Holti var hún hótelstjóri á Stracta Hótel
Hellu. Hún tók þátt í undirbúningi að opnun hótelsins ásamt því að móta
innviði þess.

 Hafðu beint samband við Sólborgu  - solborg@holt.is

 


 

 

 

Facebook Twitter Youtube

Is | En