Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Sagan

Bóka borð

Hótel Holt var opnað þann 12. febrúar 1965. Húsið var byggt af einum helsta athafnamanni þjóðarinnar á 20. öldinni, Þorvaldi Guðmundssyni, og eiginkonu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hótelið hefur ætíð verið í eigu fjölskyldunnar og í dag er Geirlaug Þorvaldsdóttir eigandi þess. Þau Þorvaldur og Ingibjörg voru miklir listunnendur og gjörvöll byggingin ber vitni um það með málverkum og öðrum listaverkum í öllum rýmum hótelsins.Upphafið
Hótel Holt var upphaflega 36 herbergja hótel. Árið 1973 var herbergjum fjölgað í 53 en það var síðan árið 1993 sem gerðar voru miklar endurbætur á húsinu og herbergjum fækkað í 42. Með þessum breytingum var svítum hótelsins fjölgað úr fjórum í tólf. Tilgangurinn var að mæta kröfum gesta um rúmbetri og þægilegri herbergi. Öll herbergi hótelsins eru sígild í hönnun og einfaldleikinn látinn ráða ferðinni.


Frá árinu 2005 hefur herbergjafjöldi hússins verið 41 herbergi. Það ár var einu herbergjanna breytt í lítið heilsuræktarherbergi. En líkt og áður hefur hótelið átt mjög gott samstarf við líkamsræktarstöðina World Class og fá allir gestir hótelsins frían aðgang hjá stöðinni.

Veitingastaðurinn
Gallery Restaurant er í fremstu röð veitingahúsa á Íslandi og hefur verið það frá upphafi. Staðurinn hefur í gegnum árin alið af sér helstu fagmenn stéttarinnar, hvort heldur sem er í matreiðslu eða framreiðslu, og hafa margir þeirra unnið til verðlauna. Gallery Restaurant tekur um 85 manns í sæti. Í janúar 2008 voru gagngerar endurbætur gerðar á eldhúsi hótelsins og sérsmíðuð eldavél flutt inn frá Molteni í Frakklandi. Þessi stórkostlega eldavél er sérhönnuð eftir kröfum yfirmatreiðslumeistara hússins, Friðgeirs Inga Eiríkssonar, og er hún fullkomnasta tæki sinnar tegundar á Íslandi.

Þingholt er funda- og veislusalur hótelsins og tekur allt að 64 manns í sæti og 150 manns í standandi móttöku.

Rekstraraðilar hússins

Í dag er rekstur hótelhlutans í höndum Geirlaugar Þorvaldsdóttur og er Sólborg Steinþórsdóttir hennar hótelstjóri. Eiríkur Ingi Friðgeirsson, fyrrum yfirmatreiðslumeistari og hótelstjóri sér um veitingareksturinn ásamt syni sínum, Friðgeiri Inga Eiríkssyni. 

Facebook Twitter Youtube

Is | En