Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Listaverk

Bóka borð

Hið veglega listaverkasafn Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur prýðir veggi Hótel Holts og Gallery Restaurant og skipar mjög mikilvægan sess í húsinu. Þetta er stærsta listaverkasafn í einkaeigu á Íslandi og jafnframt það eina á landinu sem stendur óhreyft ár eftir ár.

Safnið inniheldur ómetanleg verk eftir listamenn eins og Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson og Ásmund Sveinsson. Heimsókn í húsið okkar er til þess fallin að veita öllum gestum innblástur og gleði. 

Verið er að kortleggja þau verk sem eru hýst í húsinu með það fyrir augum að setja saman gangagrunn á netinu þar sem fólk getur skoðað sem flest verk, jafnvel án þess að vera í húsinu. 

Þess má geta að þegar Sólborg Lilja Steinþórsdóttir hótelstjóri er í húsinu og ekki önnum kafinn, er hún ávallt liðtæk að gefa gestum hótelsins stutta leiðsögn um safnið og tala um þau verk sem eru hvað merkilegust í safninu. Það nægir að spyrjast fyrir um hann í gestamóttökunni.

 

 

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En