Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Húsið

Bóka borð

Hótel Holt og Gallery Restaurant eru til húsa að Bergstaðastræti 37, í hljóðlátu en fallegu Þingholtshverfi. Reksturinn hefur verið í þessu húsi frá byggingu þess árið 1965 þó annar rekstur hafi líka fundist í húsinu á sama tíma, nægir þar að nefna verslun Síldar og Fisks á sínum tíma. Saga hússins er rakinn betur hér

Í húsinu starfar fólk af miklum metnaði með það að markmiði að gera upplifun allra gesta ógleymanlega en hægt er að kynnast og hafa samband við lykilsstarfsmenn með því að smella hér

Húsið hýsir eitt fallegasta listaverkasafn heims sem var stofnað af hjónunum Þorvaldi Guðmundssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur sem byggðu húsið. Safnið er stærsta listaverkasafn á Íslandi í einkaeigu og hægt er að kynna sér það betur hér.

 

Holtid Ad Utan

Facebook Twitter Youtube

Is | En