Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Veitingasalur

Bóka borð

Veitingastaðurinn á Hótel Holti, Gallery Restaurant hefur, allt frá opnun árið 1965, verið í allra fremstu röð á Íslandi. Tímarnir breytast en ógleymanlegar stundir á Holtinu eru eitthvað sem alltaf er hægt að treysta á. Yfir Gallery Restaurant svífur einstakur andi og þar má finna nokkur af fallegustu málverkunum úr listaverkasafni hótelsins. Öll borðin eru hringlaga sem tryggir að allir geti náð augnsambandi við alla.

Möguleiki er að leigja salinn fyrir einkasamkvæmi og komast þar 85 manns í sæti.

Fyrir frekari upplýsingar eða bókanir, endilega hafið samband við gallery@holt.is

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En