Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Þingholt

Bóka borð

Þingholtssalurinn er einkasalur með sér inngangi, salerni, bar og setustofu þar sem gaman er að byrja og enda veislur. Píanó er í salnum og gott pláss fyrir ýmis tónlistaratriði. Hægt er að setja upp langborð fyrir allt að 40 gesti og smáborð fyrir allt að 64 gesti. Einnig er hægt að bjóða uppá standandi veislur fyrir allt að 150 manns og þá er möguleiki að opna yfir í næsta sal, Bókaherbergið.

Inn af barnum í Þingholti er Kjarvalsstofa, nákvæm eftirlíking af vinnustofu þess ástsæla myndlistamanns sem á nokkuð mörg verk í safninu okkar. Þessi stofa var opnuð árið 2007.

Til að bóka Þingholt fyrir fundi eða einkasamkvæmi, vinsamlegast hafið samband við gallery@holt.is

 

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En