Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Gamli bar

Bóka borð

Gamli bar er lítið einkaherbergi inn af Gallery Restaurant sem rúmar allt að 12 gesti í sæti. Herbergið hentar vel fyrir litla hádegis- eða kvöldverðarfundi þar sem gestir geta lokað að sér og fundað yfir borðhaldinu. Gamli bar er svo sannarlega réttnefni þar sem hér, áður en reksturinn færðist út um allt húsið, var barinn fyrir Gallery Restaurant. Þá voru aðeins seldir sterkir drykkir á við vodka í kók og Campari enda var bjór ekki lögleiddur fyrr en 1989. Á þessum árum drukku Íslendingar lítið af léttvíni og var Mateus rósavínið vinsælt borðvín. Hægt er að setja upp lítið tjald og skjávarpa og er frítt þráðlaust Internet í boði.

Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka Gamla bar, endilega hafið samband hér

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En