Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Hittast

Bóka borð

Í húsinu er aðstaða fyrir veislur og fundi í sér sölum fyrir allt að 150 manns.

Veitingasalinn Gallery Restaurant er hægt að leigja fyrir einn hóp með lágmarksfjölda. Hann hentar eingöngu fyrir veislur en ekki fundi.

Gamli Bar er lítið herbergi innaf Gallery Restaurant þar sem hægt er að halda fundi eða snæða mat í allt að 12 manna hópi með hurð sem hægt er að loka á milli.

Bókaherbergið er sérherbergi við hlið gestamóttökunnar sem notast fyrir fundi og veislur. Í salnum er eitt stórt hringborð sem rúmar allt að 19 manns í sæti en einnig er hægt setja upp minni hringborð sem rúma þá allt að 36 manns í sæti. Þetta herbergi er einkar vinsælt fyrir litlar veislur eða hópa sem vilja vera í sér rými með sinn eigin þjón sem sinnir öllum þeirra þörfum og án utanaðkomandi truflunar. Salnum fylgir sér salerniaðstaða.

Þingholt er stóri funda- og veislusalurinn okkar. Með svæðinu fyrir utan salinn er hægt að hafa móttöku fyrir allt að 150 manns en inni í salnum er hægt að bjóða allt að 60 manns á fundi eða í veislur. Þingholtið er í sér álmu hússins, með sérinngangi, svo það er hægt að loka sig alveg frá hótelinu með því að bóka þennan sal og fá góðan vinnu- eða veislufrið.
Salnum tilheyrir sér salerni, setustofa og bar.

 

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En