Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Vínkjallarinn

Bóka borð

Í vínkjallara hússins er að finna yfir 4000 flöskur sem margar eru ófáanlegar á almennum markaði. Við erum afar stolt af safninu okkar og bjóðum gestum okkar að upplifa einstaka stemningu í kjallaranum og skemmtilega upplifun. Við höfum sérstakt dálæti á vínum frá Bordeaux héraðinu og eru öll vínin í kjallaranum þaðan en að sjálfsögðu afgreiðum við vín alls staðar að úr heiminum úr víngeymslu okkar. Vínþjónar okkar eru stöðugt að leita að nýjum vínum til að gera vínseðilinn okkar ennþá glæsilegri og metnaðarfyllri en hann er nú þegar. Aðeins vantar nokkra árganga í safnið til að okkar kjallari skipi sér sess sem einn af þeim allra einstökustu í heiminum.

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En