Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Velkomin á Gallery Restaurant - Hótel Holt

Velkomin á Gallery Restaurant og Hótel Holt, þar sem fyrsta flokks matur og þjónusta eru í hávegum haft. Margverðlaunaður veitingastaðurinn tekur vel á móti gestum sínum í einum af fjórum sölum hússins. Hótelið sér svo um að gestir geti notið þæginda sem finnast ekki víða.

Drekka

Bóka borð

Á Gallery Restaurant - Hótel Holt er hægt að njóta úrvals góðra fljótandi veiga. Hanastél, bjór og myndarlegt safn eðalvína eru meðal þess sem hægt er að gæða sér á þegar þú heimsækir okkur. Í vínkjallara hússins er að finna yfir 4000 flöskur sem margar eru ófáanlegar á almennum markaði. Við erum stolt af safninu okkar og bjóðum gestum okkar að upplifa einstaka stemningu í kjallaranum sem er skemmtileg upplifun. Vínþjónar okkar eru stöðugt að leita að nýjum vínum til að gera vínseðilinn okkar ennþá glæsilegri og metnaðarfyllri en hann er nú þegar.

Gallery bar er notalegur og gott að sitja við arineldinn með kaffibolla, vínglas eða kaldan drykk.

Happy hour er á milli kl. 16.00 og 19.00 alla daga vikunnar.

Boðið er uppá Kalda og Stella Artois kranabjór, freyðivín, hvítvín, rauðvín og hanastél dagsins. 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En