Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Leyfðu þér að njóta

Við bjóðum upp á mat út um allt og fyrir öll tilefni. Fjölskyldur, turtildúfur, einkaþotueigendur og gestir Viðeyjarstofu eru meðal okkar tryggu viðskiptavina. Ertu þú orðinn einn af þeim?  

Viðeyjarstofa

Bóka borð

Gallery Restaurant sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu og hefur gert frá því í apríl árið 2010.
Gestir Viðeyjarstofu fá að njóta sömu veitinga þar og á Gallery Restaurant því sömu hendur sjá um alla matreiðslu. Viðeyjarstofa býður uppá einstæð salarkynni fyrir brúðkaup, árshátíðir, fundi, veislur, jólahátíð og aðrar samkomur allt árið í kring og rúmar húsið allt að 150 manns í sæti.

Viðey er tilvalinn staður til að koma saman og njóta veitinga í rólegu og notalegu umhverfi. Yfir sumartímann eru daglegar áætlunarferðir og boðið er uppá ýmsar veitingar fyrir einstaklinga og hópa, s.s. ferskan krækling, fisk dagsins, samlokur, kökur og vöfflur. Yfir vetrartímann eru reglulegar siglingar um helgar þar sem boðið er uppá kaffi, heitt súkkulaði og sætmeti.

Á aðventunni er boðið uppá glæsilega jólaveislu þar sem gaman er sigla yfir og borða gómsætan mat í einu elsta húsi landsins. Jólahátíð 2017

Eyjan hefur uppá margt að bjóða, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Óvissuferðir sem innihalda siglingu, leiðsögn um eyjuna og góða máltíð í góðra vina hópi líður seint úr minni.

Hafðu samband - videyjarstofa@videyjarstofa.is og við aðstoðum þig við að undirbúa ævintýraferð í eyjuna fögru.

 

 

Myndasafn:

Facebook Twitter Youtube

Is | En