Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Leyfðu þér að njóta

Við bjóðum upp á mat út um allt og fyrir öll tilefni. Fjölskyldur, turtildúfur, einkaþotueigendur og gestir Viðeyjarstofu eru meðal okkar tryggu viðskiptavina. Ertu þú orðinn einn af þeim?  

Matreiðslunámskeið

Bóka borð

Gallery Restaurant býður áhugasömum matgæðingum að eyða kvöldstund með Friðgeiri Inga og hans föruneyti í eldhúsinu. Þar gefst þátttakendum tækifæri til þess að læra af leyndardómum meistaranna. Í hverjum hópi eru 10 - 12 einstaklingar en oft fleiri þegar um einkanámskeið er að ræða.
Hvert námskeið endar á kvöldverði á Gallery Restaurant þar sem afrakstur námskeiðsins er snæddur með borðvíni. Hér er um að ræða einstaklega skemmtilegt tækifæri og nýjung fyrir vinahópa, saumaklúbba og vinnuhópa til að koma saman og fræðast en njóta um leið ánægjunnar af góðum veitingum.

Næsta námskeið verður þriðjudaginn 3. maí kl 17.00.
Eldað verður humar og harpa, Nautalundir "Wellington" og eftirrétt.

Verð 17.900.- innifalið er námskeið, matreiðslumappa, kvöldverður og borðvín.
Hafðu samband og skráðu þig á næsta námskeið.

Namskeid.jpg
Áhugasamir matgæðingar við störf.

Facebook Twitter Youtube

Is | En