Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Leyfðu þér að njóta

Við bjóðum upp á mat út um allt og fyrir öll tilefni. Fjölskyldur, turtildúfur, einkaþotueigendur og gestir Viðeyjarstofu eru meðal okkar tryggu viðskiptavina. Ertu þú orðinn einn af þeim?  

Friðgeir Ingi

Bóka borð

Friðgeir Ingi Eiríksson, Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Sara Dögg Ólafsdóttir reka veitingastaðinn Gallery Restaurant á Hótel Holti. Fridgeir

Friðgeir Ingi útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og matvælaskólanum árið 2001. Strax á námsárum sínum sóttist hann eftir reynslu og þekkingu á sínu sviði og starfaði um tíma hjá  Leu Linster í Luxemborg. 

Eftir að námi lauk flutti Friðgeir Ingi til Frakklands þar sem hann starfaði í um 5 ár. Friðgeir Ingi var yfirmatreiðslumaður á Michelin veitingastaðnum  Domaine de Clairfontaine við hlið Philippe Girardon sem var matreiðslumaður Frakklands árið 1997.

Árið 2007 fór Friðgeir Ingi fyrir Íslands hönd í matreiðslukeppnina Bocuse d´Or sem er allra stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og hafnaði í áttunda sæti.

Eftir keppnina snéri Friðgeir Ingi aftur á sínar heimaslóðir, Hótel Holt, og gekk inn í rekstur hússins með föður sínum. Í byrjun árs 2008 var ráðist í miklar endurbætur á eldhúsi veitingastaðarins að frumkvæði Friðgeirs Inga. En hann, ásamt aðstoðarmönnum sínum, hannaði nýtt eldhús þar sem allt var endurinnréttað og ný, sérhönnuð, eldavél var flutt inn frá Frakklandi. Þetta hefur gert það að verkum að öll vinnsla og matreiðsla er auðveldari en áður og það skilar sér til gesta okkar með einstökum réttum af glæsilegum matseðlum okkar.

Facebook Twitter Youtube

Is | En