Myndasafn

Netspjall

Hótel Holt - Gallery Restaurant

Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík

Gisting sími 552 5700, holt@holt.is

Veitingar sími 414 2626, gallery@holt.is

 

Leyfðu þér að njóta

Við bjóðum upp á mat út um allt og fyrir öll tilefni. Fjölskyldur, turtildúfur, einkaþotueigendur og gestir Viðeyjarstofu eru meðal okkar tryggu viðskiptavina. Ertu þú orðinn einn af þeim?  

Food and Fun

Bóka herbergi

Koma

Brottför

Fullorðnir

Börn

1.-4. mars 2017

Beatrize Gonzales

Gestamatreiðslumaður okkar á Food and Fun þetta árið er hin hæfileikaríka Beatriz Gonzalez frá Mexíkó. Hún tryllir nú bragðlauka Parísarbúa á tveimur veitingastöðum sínum með latneskum litbrigðum við franska matargerð. Beatriz er alin upp í eldhúsum þriggja veitingastaða sem foreldrar hennar ráku. Aðeins 18 ára fór hún í víking til Frakklands að læra við stofnun Paul Bocuse og tók sín fyrstu skref í sælkerahúsunum. Hún byrjaði á hinum stjörnum prýdda Carlton-veitingastað og slóst svo í lið með Pierre Orsi Lyons. Sólgin í uppgötvanir og frekari ævintýri hélt Beatriz næst til Ítalíu í eitt ár þar sem hún lærði tungumálið og marineraði í menningunni þar. Að því loknu hélt hún aftur til Frakklands og þá sem meðlimur í Grande Cascade-teymi Lucas Carton veitingahússins (húsana?). Þá var hún klár í slaginn að opna eigin rekstur og lét slag standa með Matthieu Marcant, eiginmanni sínum, þegar þau opnuðu Neva Cuisine í París. Svo bættist veitingastaðurinn Coretta í hópinn árið 2014 sem fljótlega varð að einu aðalbistro Parísarborgar. Það verður enginn svikinn af matseðli Beatriz á Food and Fun þetta árið. Bókaðu þitt borð núna.

Matseðill
Klausturbleikja og sellerípúði
Artic char and celery pillow

Smokkfiskur ,,sous vide” og kryddaður rabbabari með kínverskri rós, reyktar kartöflur og pistasíur
Squid "sous vide", rhubarb, smoked potatoes and pistachio praline

Þorskhnakki ,,Grenobloise” - Capers, sítróna, smjör og steykt brauð
Cod ,,Grenobloise" -  Capers, lemon, butter and fried bread

Svínasíða – langtímaelduð í bjór og grænn aspas 
Slow cooked pork belly and green asparagus

Paris-Brest
Vatnsdeig & ,,praline" krem
Síðan 1891 til heiðurs Paris-Brest-Paris hjólreiðakeppninnar
8500.-

 

 

Facebook Twitter Youtube

Is | En